Framleiðsla á klámmyndum í Los Angeles liggur niðri eftir að sárasóttarfaraldur kom upp meðal klámmyndaleikara. Hann er rakinn til karlkyns klámmyndastjörnu en hann hefur ekki verið nafngreindur opinberlega.
Svo virðist sem maðurinn hafi leynt niðurstöðum úr kynsjúkdómaprófi sem hann gekkst undir í síðasta mánuði og haldið áfram að leika í klámmyndum. Í það minnsta sex aðrir klámmyndaleikarar eru sýktir.
Talið er að faraldurinn muni ýta undir áður háværa umræðu um smokkanotkun í klámmyndum. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles og víðar,hafa kallað eftir því að smokkanotkun verði gerð skilyrði. Á það hefur ekki verið fallist.