Aðstandendur fórnarlamba Anders Behring Breivik eru flestir mjög sáttir við að hann hafi verið úrskurðaður sakhæfur, að sögn talsmanns þeirra.
Mette Yvonne Larsen, lögmaður og talsmaður aðstandendanna, segir að þá flesta hafa frá fyrstu stundu vitað að Breivik væri ábyrgur gerða sinna og sakhæfur. Þeim hafi því komið á óvart er fyrsta mat á geðheilsu hans benti til að hann væri ósakhæfur. Því hafi allir vonast eftir þeirri niðurstöðu sem nú fékkst: Breivik er sakhæfur og mun sæta hámarks refsingu í fangelsi.
„Ég hafði mikla trú á dómurunum, þau virtust alla tíð vera skynsöm. Ég var alla tíð vongóð um að þeir myndu dæma á þennan veg,“ segir Larsen í samtali við NRK.