Armstrong sviptur titlunum?

Banda­ríski reiðhjólakapp­inn Lance Armstrong hef­ur til­kynnt að hann sé hætt­ur að berj­ast gegn ásök­un­um um ólög­lega lyfja­notk­un. Banda­ríska lyfja­eft­ir­lits­stofn­un­in (USADA) hót­ar Armstrong með lífstíðarbanni frá hjól­reiðakeppn­um og verður hann svipt­ur Tour de France titl­un­um sjö.

Grunaður um lyfja­notk­un allt frá 1996

Armstrong held­ur statt og stöðugt fram sak­leysi sínu en seg­ist orðinn þreytt­ur á að svara ásök­un­um. Hann er nú fer­tug­ur og dró sig úr at­vinnu­mennsku í fyrra. USADA full­yrðir að Armstrong hafi notað ólög­leg lyf í því skyni að bæta ár­ang­ur sinn í keppni allt frá ár­inu 1996. Armstrong fór með málið fyr­ir dóm­stóla til að fá ásök­un­un­um hnekkt en tapaði mál­inu.

Hann er m.a. grunaður um að hafa notað stera, EPO (Erypropoietín), lyf sem eyk­ur þéttni rauðra blóðkorna og þar með súr­efn­is­flutn­ings­getu blóðs og út­hald, og/​eða beitt hinu al­kunna blóðbragði; blóð er þá tekið úr viðkom­andi íþrótta­manni, geymt um tíma á meðan hann æfir af krafti, og síðan dælt í hann aft­ur fyr­ir keppni til þess að auka súr­efnis­tök­una og þar með út­hald. Í gegn­um árin hafa bæði hjól­reiðamenn, skíðagöngu­menn og lang­hlaup­ar­ar verið grunaðir um slíkt svindl, og þónokkr­ir verið gómaðir.

„Norna­veiðar“ seg­ir Armstrong

USADA seg­ir að 10 af fyrr­ver­andi liðsfé­lög­um Armstrong séu reiðubún­ir að bera vitni gegn hon­um. Fram­kvæmda­stjóri stofn­un­ar­inn­ar, Tra­vis Tyg­art, seg­ir að mál Armstrong sé sorg­legt dæmi um þá nálg­un sumra við íþrótt­ir að sig­ur­inn sé ofar öllu öðru. 

Í yf­ir­lýs­ingu sem Armstrong sendi frá sér í dag seg­ir hann að sá tími komi í lífi hvers manns sem hann verði að segja að nú sé komið gott. „Hjá mér er sá tími núna.“ Hann kall­ar ásak­an­irn­ar á hend­ur sér norna­veiðar og seg­ir þær hafa tek­inn mik­inn toll af sér og fjöl­skyldu sinni. Hann dreg­ur jafn­framt í efa að USADA hafi umboð til þess að svipta hann titl­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert