Loksins hægt að horfa fram á við

Þeir sem liðu hvað mestar kvalir vegna ofbeldis Anders Behring Breivik eru fórnarlömb hans og ættingjar þeirra. Það er fólkið sem getur loksins farið að horfa fram á veginn. Þetta sagði Björn Kasper, einn þeirra sem báru vitni í málinu gegn Breivik, eftir að dómsniðurstaðan var ljós.

Dómurinn yfir Breivik kveður á um 21 árs fangelsi og að ekki komi til álita að sleppa honum úr fangelsi fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Frá dómnum er dregið 445 daga gæsluvarðhald, en hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi fjöldamorðin 22. júlí í fyrra.

Hege Salomon, lögmaður nokkurra fórnarlamba, sagði einn skjólstæðinga sinna hafa fylgst með næstum öllu því sem gerðist í dómsalnum. Það hefði verið mikilvægt fyrir hann að hlusta á vitnin og fylgjast með skýrslutökum. Það væri hluti af því að sættast við fortíðina til að halda áfram lífinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert