Landsfundi Repúblikana frestað

Verið er að undirbúa landsfund Repúblikana í Tampa á Flórída.
Verið er að undirbúa landsfund Repúblikana í Tampa á Flórída. AFP

Landsfundi Repúblikana, sem fara átti fram á mánudag hefur verið frestað fram á þriðjudag vegna fellibylsins Ísaks sem nú gengur yfir Haítí og nálgast Flórída en þar mun fundurinn fara fram. Landsfundurinn verður settur á mánudag eins og ráð hafði verið fyrir gert en verður strax í kjölfarið frestað og fram haldið á þriðjudag, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokknum.

Helsta efni fundarins verður að samþykkja Mitt Romney sem forsetaefni flokksins í komandi kosningum. Forsetakosningar fara fram í Bandaríkjunum 6. nóvember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert