Hönnuður kvenfataverslunar, sem sagt hafði verið upp störfum, skaut á fyrrverandi samstarfsfólk sitt við Empire State-bygginguna í gær með þeim afleiðingum að einn lést. Lögreglan skaut skotárásarmanninn til bana og níu manns særðust í skothríð lögreglu.
Árásin átti sér stað á háannatíma í New York. Alríkislögreglan útilokaði mjög fljótlega að um hryðjuverk væri að ræða og síðar kom í ljós að skotárásarmaðurinn var hönnuður sem starfað hafði við fataverslun í byggingunni en nýlega verið sagt upp störfum.
Árásarmaðurinn heitir Jeffrey Johnson og er 58 ára. Hann hafið unnið í sex ár hjá fyrirtækinu Hazan Imports og hannað fylgihluti.
Fyrir ári var honum sagt upp störfum vegna niðurskurðar.
Í gærmorgun birtist hann svo í versluninni og fór að rífast við fyrrverandi samstarfsmann sinn. Hann dró svo upp byssu og skaut manninn til bana. Hann skaut þremur skotum og reyndi svo að flýja. Er lögreglan kom á staðinn beindi hann byssu sinni að lögregluþjónum sem vörðust og skutu hann til bana.