Fatlaða stúlkan ólæs og óskrifandi

Börn í Pakistan.
Börn í Pakistan. AFP

Fatlaða stúlk­an sem hef­ur verið ákærð fyr­ir guðlast í Pak­ist­an og verið í haldi lög­reglu er ólæs og óskrif­andi, að sögn franska kardí­náls­ins Jean-Lou­is Taur­an. Stúlk­an er sögð hafa brennt blaðsíður úr Kór­an­in­um en hún er með Downs-heil­kenni.

Í viðtali við út­varpið í Páfag­arði seg­ir kardí­nál­inn að áður en ákæra var gef­in út á hend­ur barn­inu hefði átt að kanna staðreynd­ir máls­ins, en stúlk­an er krist­in.

Rimsha er sögð vera á aldr­in­um 11-13 ára. Hún á að hafa brennt blaðsíður úr hefti fyr­ir börn sem m.a. inni­hélt vers úr Kór­an­in­um. Hún var hand­tek­in eft­ir að ná­granni klagaði til lög­reglu og er enn sögð í haldi.

„Stúlk­an get­ur hvorki lesið né skrifað og safn­ar rusli til að draga fram lífið og fann brot úr bók­inni inn­an um rusl,“ sagði Taur­an í viðtal­inu en hann var ut­an­rík­is­ráðherra Páfag­arðs í tíð Jó­hann­es­ar Páls páfa II.

Guðlast er mjög al­var­leg­ur glæp­ur í Pak­ist­an og sam­kvæmt lög­um má dæma fólk til dauða fyr­ir slíkt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka