„Fæddist ekki jafnaðarmaður“

Helle Thorn­ing-Schmidt, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, er nú stödd í op­in­berri heim­sókn hér á landi. Hún er fyrsta kon­an sem gegn­ir stöðu for­sæt­is­ráðherra í Dan­mörku og fyrsta kon­an sem er formaður danska Jafnaðarmanna­flokks­ins. Hér mun hún eiga fund með Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Helle fædd­ist árið 1966 og ólst upp í Is­høj, suður af Kaup­manna­höfn. For­eldr­ar henn­ar skildu þegar hún var tíu ára og hún seg­ir á vefsíðu sinni að fjöl­skyld­an hafi gjarn­an rætt alla skapaða hluti og að þau hafi sjald­an verið sam­mála. „Þannig lærðum við að virða skoðanir hvors ann­ars og við lærðum að það er mik­il­vægt að taka af­stöðu. Ann­ars ger­ir ein­hver ann­ar það fyr­ir þig.“

Hóf stjórn­mála­af­skipti í mennta­skóla

Stjórn­mála­áhug­inn vaknaði á mennta­skóla­ár­un­um og þar starfaði hún m.a. með friðar­hreyf­ing­um. Eft­ir stúd­ents­prófið lá leiðin í Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla, í stjórn­mála­fræði og úr því fagi lauk hún meist­ara­prófi. Hún sér­hæfði sig í mál­efn­um Evr­ópu­sam­bands­ins og seg­ist þess full­viss að ESB sé leiðin til meiri jöfnuðar og um­hverf­is­vernd­ar í álf­unni. Hluta af nám­inu tók hún við Evr­ópu­há­skól­ann í Brug­ge í Belg­íu og var bú­sett í nokk­ur ár í Brus­sel, þar sem hún starfaði á Evr­ópuþing­inu og síðar var hún kjör­in á þingið fyr­ir hönd Jafnaðarmanna­flokks­ins.

Árið 2005 var Helle Thorn­ing-Schmidt kos­in á þing fyr­ir Jafnaðarmanna­flokk­inn og tveim­ur mánuðum síðar varð hún formaður flokks­ins. Hún  sett­ist síðan í for­sæt­is­ráðherra­stól, fyrst danskra kvenna, í októ­ber í fyrra. Helle er gift Stephen Kinnock, syni Neils Kinnock fyrr­ver­andi for­manns breska Verka­manna­flokks­ins og eiga þau sam­an dæt­urn­ar Johanne og Camillu.

Jeg kan slå And­ers Fogh

Þegar Helle Thorn­ing-Schmidt var kos­in á þing í fe­brú­ar 2005 lá fyr­ir að Mo­gens Lykk­et­oft, formaður Jafnaðarmanna­flokks­ins, hygðist segja af sér, en flokk­ur­inn hafði goldið mikið af­hroð í kosn­ing­un­um.

Áður en þingmaður­inn nýbakaði hafði haldið sína fyrstu ræðu á danska þing­inu til­kynnti hún um fram­boð sitt til for­manns flokks­ins. Eft­ir nokkuð harðvítuga bar­áttu við Frank Jen­sen varð hún fyrsta kon­an í for­manns­stóli flokks­ins. „Jeg kan slå And­ers Fogh“, fræg um­mæli henn­ar um að hún gæti velt þáver­andi for­sæt­is­ráðherra, And­ers Fogh Rasmus­sen úr sessi, áttu vafa­laust stór­an þátt í sigr­in­um, en sum­um þótti hún þar marka nýja braut fyr­ir flokk­inn.

Aldrei áttu þessi orð þó eft­ir að ræt­ast, því Fogh varð aft­ur for­sæt­is­ráðherra eft­ir kosn­ing­arn­ar 2007. Stóra tæki­færið kom síðan í þing­kosn­ing­un­um í fyrra. Eft­ir 14 daga stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræður myndaði Jafnaðarmanna­flokk­ur Helle Thorn­ing-Schmidt rík­is­stjórn með Vinstri­flokkn­um Ven­stre og Sósíal­íska þjóðarflokkn­um með stuðningi Ein­ing­ar­list­ans.

Um­deild skatta­mál

Í júní 2010 birti danska dag­blaðið B.T. gögn um skatt­greiðslur eig­in­manns henn­ar og hafa þau síðan þá hlotið mikla um­fjöll­un. Hann greiddi skatta sína og skyld­ur í Sviss, þar sem tekju­skatt­ur er tals­vert lægri en í Dan­mörku og deilt var um hvort hon­um beri að greiða skatta í Dan­mörku.

Málið er enn óút­kljáð og hef­ur verið skipuð rann­sókn­ar­nefnd sem á að fara yfir málið og kanna hvort Thorn­ing-Schmidt hafi mis­notað vald sitt í þessu efni og hvort póli­tísk­ir and­stæðing­ar henn­ar hafi nýtt sér það og hugs­an­lega gert op­in­ber­ar per­sónu­leg­ar upp­lýs­ing­ar um hjón­in í þeim til­gangi að koma höggi á hana.

Málið hef­ur tekið á sig ýms­ar mynd­ir, en í dönsk­um fjöl­miðlum í dag er haft eft­ir fyrr­um end­ur­skoðanda hjón­anna að Kinnock sé sam­kyn­hneigður eða tví­kyn­hneigður. Erfitt er að sjá hvaða tengsl eru á milli kyn­hneigðar hans og greiðslna á op­in­ber­um gjöld­um, en hjón­in vísa þessu frá og segja í sam­tali við Politiken í dag að um mis­skiln­ing sé að ræða. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík­ur orðróm­ur kem­ur upp

Gucci-Helle

Á vefsíðu sinni rek­ur Thorn­ing-Schmidt ástæður þess að málstaður Jafnaðarmanna­flokks­ins höfðar til henn­ar. „Ég varð jafnaðarmann­eskja vegna þess að fyr­ir um 30 árum síðan áttaði ég mig á því að fólki er mis­munað á grund­velli kyns og kynþátt­ar. Vegna þess að á 9. ára­tugn­um var hér borg­ara­leg rík­is­stjórn, sem lét sig það engu varða þó að ungt fólk gengi um at­vinnu­laust. Ég varð jafnaðarmann­eskja vegna þess að ég valdi að taka ábyrgð. Ég legg gjarn­an áherslu á að ég fædd­ist ekki jafnaðarmaður, það hef ég valið sjálf,“ skrif­ar hún á síðunni.

Hún hef­ur verið gagn­rýnd fyr­ir að fara lítt eft­ir þessu og að hafa látið sig fé­lags­leg­an jöfnuð litlu varða þegar kem­ur að því að taka ákv­arðanir í per­sónu­legu lífi sínu. Til dæm­is var mikið fjallað um það í dönsk­um fjöl­miðlum þegar hjón­in ákváðu að senda dótt­ur sína í einka­skóla í stað al­menns grunn­skóla og sum­um eldri Jafnaðarmönn­um þykir hún helst til yf­ir­stétt­ar­leg í út­liti og fram­komu og minna lítt á fyr­ir­renn­ara sína í for­manns­stóli flokks­ins. Hún hef­ur lengi gengið und­ir viður­nefn­inu Gucci-Helle vegna dá­læt­is síns á dýrri merkja­vöru.

Vissu­lega klæðist hún vel sniðnum drögt­um, við þær er hún gjarn­an í afar hæla­há­um skóm og á arm­in­um er oft hand­taska af dýr­ari sort­inni. En eins og hún hef­ur sjálf sagt: „Ég geri ráð fyr­ir að fólk hafi mest­an áhuga á að hlusta á það sem ég hef að segja, ekki á því hvernig ég klæði mig.“

Heim­sókn Helle Thorn­ing-Schmidt stend­ur til morg­uns, en hér mun hún hitta Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra að máli á Þing­völl­um, heim­sækja Alþingi und­ir leiðsögn Ástu Ragn­heiðar Jó­hann­es­dótt­ur, for­seta þings­ins og í kvöld sit­ur hún kvöld­verð í boði for­sæt­is­ráðherra og eig­in­konu henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert