Flóðbylgjuviðvörun í Kyrrahafi

Sterkur jarðskjálfti undan ströndum El Salvadors í morgun olli flóðbylgju …
Sterkur jarðskjálfti undan ströndum El Salvadors í morgun olli flóðbylgju og talin er hætta á að hún geti valdið tjóni í Mið-Ameríku og í Mexíkó. Mynd úr myndasafni. Reuters

Sterkur jarðskjálfti undan ströndum El Salvadors í morgun olli flóðbylgju og talin er hætta á að hún geti valdið tjóni í Mið-Ameríku og í Mexíkó. Grannt er nú fylgst með framvindu mála.

Upptök skjálftans, sem var 7,3 stig, voru um 111 kílómetrum suður af borginni Puerto El Triunfo í El Salvador og bentu skjálftamælar í hafi þegar til þess að flóðbylgja hefði farið af stað í kjölfarið. 

Engum sögum fer af slysum á fólki eða manntjóni en Flóðbylgjuviðvörunarstöðin á Kyrrahafssvæðinu hefur beint þeim tilmælum til yfirvalda á svæðinu að þau geri viðeigandi ráðstafanir.

Þó fer tvennum sögum af þeirri hættu sem af gæti stafað, því yfirmaður almannavarna í El Salvador, Jorge Melendez, segir að engin hætta sé á flóðbylgju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert