Ljónið líklega heimilisköttur

Þetta ljón var ekki í Essex.
Þetta ljón var ekki í Essex. AFP

„Ég heyrði hátt öskur. Þetta hljómaði eins og ljón,“ segir íbúi í Essex á Englandi, en undanfarinn sólarhring hefur lögreglan leitað logandi ljósi að þessari meintu skepnu. Leitinni hefur nú verið hætt. Segir lögreglan í yfirlýsingu að líklega hafi þetta ekki verið ljón heldur stór heimilisköttur eða villiköttur.

Lögreglan fékk vísbendingar um að ljón væri hugsanlega laust á akri nálægt strandbæ í Essex. Vopnaðir lögreglumenn leituðu ljónsins í alla nótt og þyrla með hitamyndavél flaug yfir svæðið. Þá tóku einnig dýragarðsverðir þátt í leitinni, vopnaðir deyfibyssum.

En allt kom fyrir ekki. Ljónið fannst ekki. Lögreglan taldi vísbendingarnar raunverulegar, en mynd var m.a. lögð fram sem sönnunargagn, og fékk því sérfræðinga í Colchester-dýragarðinum sér til aðstoðar.

Fólk var varað við því að vera á ferli á svæðinu en einhverjir töldu sig m.a. hafa séð spor eftir dýr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert