Sjóránum við austurströnd Afríku hefur fækkað verulega í ár, að því er kemur fram í skýrslu frá bandaríska sjóhernum. Sjóránin eru 46 á þessu ári en voru 222 í fyrra og 239 árið 2010.
Af þessum 46 sjóránum heppnuðust níu, en í fyrra tókst sjóræningjum ætlunarverki sitt í 34 tilvikum og 68 árið 2010.
Mark I. Fox, herforingi í bandaríska sjóhernum, segir ótímabært að fagna sigri yfir sjóræningjum. Reynslan hafi sýnt að sjóræningjar séu séu fljótir að aðlagast nýjum aðstæðum og hættan sé því alls ekki liðin hjá.
Talið er að fækkun sjórána megi að nokkru leyti rekja til aðstæðna í stjórnmálum í Sómalíu og Jemen. Fox segir að ef efnahagur sjómanna og bænda á þessu svæði versni geti það ýtt undir fjölgun sjórána.