Jarðskjálfti upp á 6,6 stig

Jan Mayen
Jan Mayen mbl.is/Elín Esther

Jarðskjálfti upp á 6,6 stig reið yfir Jan Mayen klukkan 13:43 að íslenskum tíma. Upptök sjálftans eru í um 100 km fjarlægð vestur af eyjaklasanum.

Samkvæmt frétt á vef Aftenposten reið annar sterkur skjálfti yfir átta mínútum síðar. Sá skjálfti mældist 5,2 stig og voru upptök hans í einungis 24 km fjarlægð frá Jan Mayen.

Aftenposten.no ræddi við Svein Rabbevåg, sem er staddur á Jan Mayen, skömmu eftir að skjálftarnir riðu yfir og segir hann að fyrri skjálftinn hafi verið verulega öflugur.

Þrátt fyrir styrk jarðskjálftans eru ekki miklar líkur á flóðbylgju og hefur engin slík viðvörun verið gefin út, samkvæmt frétt Aftenposten.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert