Elsta flöskuskeyti í heimi

Mynd er úr myndasafni.
Mynd er úr myndasafni. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Andrew Lea­per, skosk­ur skip­stjóri, setti ný­lega heims­met er hann fann flösku­skeyti sem hafði verið í sjón­um í 98 ár. Hann bætti með því fyrra metið um meira en fimm ár.

Lea­per fann skeytið und­an strönd­um Hjalt­lands­eyja á bátn­um Copi­ous en þess er gam­an að geta að skip­verj­ar á þess­um sama bát fundu ein­mitt flösku­skeytið sem átti fyrra metið.

Í flösku­skeyt­inu mátti finna póst­kort frá júní árið 1914 en sá sem hafði hent því í sjó­inn var skoski skip­stjór­inn CH Brown. Hann lofaði þeim sem fyndi skeytið sex pens­um í fund­ar­laun. Flösku­skeytið var í hópi 1.890 skeyta sem sett voru á flot til þess að hjálpa til við að finna út haf­straum­ana í kring­um Sot­land, aðeins hafa 315 af þeim fund­ist aft­ur.

Andreq Lea­per er að sögn af­skap­lega stolt­ur af fund­in­um sem og skosk­ir vís­inda­menn en Skot­ar hafa lengi verið stolt­ir af sjó­mæl­ing­um sín­um. Nán­ar má lesa um málið á heimasíðu BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert