ESB-umsókn ekki á dagskrá

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins.
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs og formaður norska Verkamannaflokksins. AFP

Haft er eft­ir vara­for­manni norska Verka­manna­flokks­ins, Helgu Peder­sen, á frétta­vefn­um Abcnyheter.no að flokk­ur­inn hafi lagt all­ar fyr­ir­ætlan­ir á hliðina um að setja aðild að Evr­ópu­sam­band­inu á dag­skrá í Nor­egi. Þing­kosn­ing­ar fara fram í land­inu á næsta ári.

Peder­sen fer einnig fyr­ir nefnd inn­an Verka­manna­flokks­ins sem hef­ur það verk­efni með hönd­um að semja drög að stefnu flokks­ins fyr­ir kjör­tíma­bilið 2013-2017. Aðspurð um það hver afstaðan til ESB sé í drög­un­um seg­ir hún hana vera óbreytta en þar er ekki kallað eft­ir því að sótt verði um aðild.

„Ég held að það sé breið samstaða um það í stefnu­mót­un­ar­nefnd­inni að ekki sé ætl­un­in að sækj­ast eft­ir aðild að ESB fyrr en það hef­ur orðið viðvar­andi breyt­ing í af­stöðu fólks,“ seg­ir Eskil Peder­sen, formaður ungliðahreyf­ing­ar Verka­manna­flokks­ins, AUF. „Ég tel að það sé heimsku­legt að gera ESB-aðild að deilu­efni núna.“

Peder­sen seg­ir enn­frem­ur að Verka­manna­flokk­ur­inn geti ekki horft fram­hjá því að mik­ill meiri­hluti Norðmanna sé and­víg­ur aðild að ESB. Það væri ekki stuðnings­mönn­um aðild­ar í hag að setja málið á dag­skrá núna. ESB verði fyrst að leysa þau vanda­mál sem það sé að glíma við og vís­ar þar til efna­hagserfiðleik­anna inn­an sam­bands­ins.

Frétt Abcnyheter.no

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert