Dregur ákærurnar til baka

Útför námumannanna fór fram í síðustu viku.
Útför námumannanna fór fram í síðustu viku. AFP

Saksóknari í Suður-Afríku hefur ákveðið að fella niður ákærur á hendur námumönnum sem hann hafði sakað um að bera ábyrgð á láti 34 námumanna sem lögreglan skaut til bana 16. ágúst.

270 námumenn voru handteknir í tengslum við verkfallsaðgerð sem þeir stóðu fyrir. Saksóknari tilkynnti í síðustu viku að þeir yrðu ákærðir fyrir að bera ábyrgð á dauða námumannanna. Lögreglan skaut 34 námumenn til bana í mótmælaaðgerðum en lögreglan segir að hún hafi gert það í sjálfsvörn. Námumennirnir voru með barefli, en nokkrir námumenn höfðu áður látið lífið í tengslum við verkfallsaðgerðirnar.

Ákærurnar voru gefnar út á grundvelli laga um samfélagslega ábyrgð sem sett voru á tíma hvítu minnihlutastjórnarinnar. Lögin eru enn í gildi.

Ákærurnar voru harðlega gagnrýndar og bað dómsmálaráðherra S-Afríku saksóknara að endurmeta málið.

Algengt var á tímum hvítu minnihlutastjórnarinnar að skotið væri á blökkumenn sem mótmæltu. Þetta mál hefur því minnt S-Afríkumenn á erfiðan kafla í sögu landsins. Ofbeldið sem gegnsýrir s-afrískt samfélag má að nokkru leyti rekja til þessa tíma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert