Yfirmenn hersins í Afganistan hafa ákveðið að stöðva tímabundið þjálfun nýliða í lögreglunni í Afganistan. Ástæðan er tíðar skotárásir afganskra nýliða inni í þjálfunarbúðum.
Yfirvöld í bandaríska hernum segjast vera að kanna hvort talibanar séu að reyna að koma mönnum inn í þjálfunarbúðirnar til að þeir geti þar skotið á hermenn Nató. Þessi ákvörðun nær aðeins til þjálfunar nýliða. Þeir sem þegar hafa lokið þjálfun munu halda áfram æfingum eins og verið hefur.
Bandarísk stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau ætli að draga herlið sitt frá Afganistan fyrir árslok 2013. Þess vegna hefur verið lögð áhersla á að þjálfa hermenn og lögreglumenn til að taka við hlutverki þeirra og tryggja öryggi íbúa landsins.
Um 45 hermenn Nató hafa fallið í um 30 árásum sem afganskir hermann hafa framið í herstöðvum víða um land. Í ágúst féllu 15 hermenn Nató í þessum árásum.