„Rússnesk yfirvöld verða að vernda tilfinningar hinna trúuðu,“ svaraði Vladimír Pútín, forseti Rússlands, þegar hann var spurður um ástæður ákæru á hendur meðlimum pönksveitarinnar Pussy Riot.
Þær Maria Alyokhina, Nadezhda Tolokonnikova og Jekaterina Samutsevich voru fundnar sekar um miðjan ágúst og dæmdar í tveggja ára fangelsi fyrir guðlast og að raska almannafriði vegna mótmæla gegn Pútín forseta í kirkju í Moskvu í febrúar. Tvær þeirra flúðu land skömmu síðar.
Pútín var í viðtali á rússnesku ríkissjónvarpsstöðinni Today í morgun. Þar sagði hann að Pussy Riot hefði sviðsett kynlífsorgíur í kirkjum landsins.