Sjálfstætt borgríki byggt fyrir fjárfesta?

Mikil fátækt ríkir í Hondúras og há glæpatíðni hefur fælt …
Mikil fátækt ríkir í Hondúras og há glæpatíðni hefur fælt burt erlenda fjárfesta. AFP

Stjórnvöld í Hondúras ætla að ráðast í umfangsmikla en óvenjulega tilraun til innspýtingar í hagkerfið. Hún gengur út á að byggja nýja borg frá grunni sem verði sérsniðin að þörfum erlendra fjárfesta. Borgin verður nokkurs konar fríríki þar sem önnur lög gilda, annað skattkerfi verður við lýði, annað réttarkerfi og önnur lögregla.

Fyrirmyndir Hondúra í þessum efnum eru borgríkin Síngapúr og Hong Kong. Að sögn Guardian er innblásturinn að borgríkinu fenginn frá bandarískum efnahagsráðgjöfum. Forseti Hondúras, Porfirio Lobo hefur lýst yfir fullum stuðningi við fyrirætlanirnar og stjórnvöld hafa skrifað undir vljayfirlýsingu með hópi erlendra fjárfesta.

Ríki innan ríkisins

Svo virðist sem áætlanirnar hafi sprottið fram á innan við einu ári, en gert er ráð fyrir að fyrsti áfangi framkvæmdanna hefjist í október og muni kosta 14 milljónir bandaríkjadala. Stjórnvöld segja að 5.000 ný störf muni skapast á fyrstu 6 mánuðunum við að byggja borgina og sú tala muni margfaldast þegar fram í sækir, en einn af hverjum fjórum Hondúrum er nú atvinnulaus. 

En hugmyndin er líka harðlega gagnrýnd og hafa andstæðingar stefnt stjórnvöldum fyrir hæstarétt í tilraun til að fá lögbann á fyrirætlanirnar með þeim rökum að það sé ólölegt að koma á fót „ríki innan ríkisins“. Gagnrýnt er að slíkt gæti grafið undan þjóðarlögum, farið í kringum verkalýðsréttindi, aukið ójöfnuð í landinu og skapað sjálfrátt, landlukt svæði sem traðki á svæðum innfæddra frumbyggja. 

Porfirio Lobo forseti Hondúras
Porfirio Lobo forseti Hondúras AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert