Mótmælt í Grikklandi

Yfir tólf þúsund manns tóku þátt í mót­mæl­um í grísku borg­inni Þessalónikíu í kvöld en þetta eru mun færri held­ur en tóku þátt í sam­bæri­leg­um mót­mæl­um fyr­ir ári síðan.

Nú, líkt og áður, er verið að mót­mæla niður­skurði hjá hinu op­in­bera í tengsl­um við lán sem Grikk­land fær frá alþjóðasam­fé­lag­inu.

„Gríska þjóðin get­ur ekki meir,“ er meðal þess sem stóð á spjöld­um mót­mæl­enda. 

Al­ex­is Tsipras, formaður vinstri­flokks­ins Syr­iza, er and­snú­inn neyðarláni Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, seg­ir að stutt sé í að meiri­hluti grísku þjóðar­inn­ar grípi til sinna ráða. Seg­ir hann að for­sæt­is­ráðherra lands­ins, Ant­on­is Sam­aras, sé að fara leiða landið til glöt­un­ar. 

Eft­ir að skipu­lögðum mót­mæl­um lauk safnaðist hluti mót­mæl­end­anna sam­an skammt frá há­skól­an­um og réðust á lög­reglu sem svaraði með tára­gasi og reyk­sprengj­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert