Talið er að 31 hafi látist úr ebola-veirunni í Lýðveldinu Kongó í Afríku frá því í maí á þessu ári. Útbreiðslan varð að faraldri í ágúst en þá höfðu níu látist í einum og sama bænum í norðausturhluta landsins.
Í kjölfar þess var farið að skoða önnur dauðsföll og í ljós kom að líklega hefur að minnsta kosti 31 maður látist vegna sýkingarinnar.
Sjúkdómurinn er kenndur við litla á í Lýðveldinu Kongó. Veiran dregur um 50-90% þeirra sem smitast til dauða.
Fréttaskýring mbl.is: Litlar líkur á heimsfaraldri