Hornin þyngdar sinnar virði í gulli

Veiðiþjófar hafa drepið 100 nashyrninga í Suður-Afríku á innan við tveimur mánuðum. Nú er talið að 381 nashyrningur hafi verið drepinn í landinu það sem af er ári. Allt árið í fyrra voru 448 nashyrningar drepnir.

Yfir helmingur dýranna var drepinn í hinum fræga þjóðgarði Kruger.

Aðeins um 20 þúsund nashyrninga er að finna í Suður-Afríku eða um 80% af öllum nashyrningum heimsins.

En veiðiþjófnaður færist mjög í vöxt því aukin eftirspurn er eftir nashyrningshornum á svörtum markaði.

Gæsla hefur verið bætt í görðunum þar sem veiðiþjófar eru aðallega á ferð en það virðist engu máli skipta.

Nashyrningshorn eru mulin í duft og því svo smyglað til Asíu en þar er markaðurinn stærstur. Þau eru þyngdar sinnar virði í gulli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert