Óttast að deilurnar verði að átökum

Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Leon Panetta, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Leon Panetta, varaði við því í dag að ef deilum Kínverja og Japana um eyjaklasa á milli ríkjanna linnti ekki gæti það leitt til átaka á svæðinu. Koma yrði í veg fyrir frekari ögranir á báða bóga. Fréttavefur BBC fjallar um þetta í dag.

Mótmæli í Kína héldu áfram í dag en þau hafa staðið undanfarna daga í kjölfar þess að japönsk stjórnvöld tilkynntu að þau hefðu fest kaup á eyjaklasanum sem Kínverjar gera tilkall til. Málið hefur ýft upp sár frá því í síðari heimsstyrjöldinni þegar Japanir réðust inn í Kína og hernámu stóran hluta landsins.

Fólk hefur meðal annars mótmælt fyrir utan sendiráð Japans í Beijing og lent í átökum við óeirðalögreglu. Hefur lögregla beitt táragasi og öflugum vatnsbyssum til þess að dreifa mannfjöldanum. Þá hefur verið ráðist á fyrirtæki í eigu Japana í Kína og eignaspjöll framin á eigum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert