Svört vika fyrir NATO í Afganistan

Mótmæli gegn NATO í Laghman-héraði Afganistan í dag.
Mótmæli gegn NATO í Laghman-héraði Afganistan í dag. WASEEM NIKZAD

Fregnir frá Afganistan herma að átta konur hafi verið á meðal óbreyttra borgara sem féllu í loftárás Atlantshafsbandalagsins í dag. Hefur bandalagið lent í nokkrum skakkaföllum um helgina, en sex hermenn voru felldir í gær af afgönskum lögreglumönnum og ráðist var á herstöðina Camp Bastion.

Fyrstu fregnir frá ISAF, sveitum bandalagsins í Afganistan hermdu að um 45 uppreisnarmenn hefðu verið skotmarkið í loftárás bandalagsins í Laghman-héraði. Í annarri tilkynningu sem ISAF sendi frá sér síðar um daginn harmaði bandalagið hugsanlegt mannfall meðal óbreyttra borgara. 

Heimildir AFP-fréttastofunnar herma að átta konur hafi látist og aðrar átta slasast í árásinni, en þær höfðu farið út til þess að safna eldiviði. Munu menn í ættbálkum þeirra hafa borið líkin til höfuðborgar Laghman-héraðs, Mihtarlam og hrópað slagorð gegn Bandaríkjunum og gyðingum. 

Hamid Karzai, forseti Afganistans fordæmdi árásina í dag, en loftárásir Atlantshafsbandalagið hafi valdið streitu í samskiptum bandalagsins og Afganistans. Leiddi það til þess að í júní ákvað bandalagið að draga úr loftárásum. Atburðir helgarinnar þykja benda til þess að talibanar séu nú betur þjálfaðir og skipulagðir en áður. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert