Söngvar Satans fengist ekki gefin út í dag

Salman Rushdie með bók sína, Söngva Satans.
Salman Rushdie með bók sína, Söngva Satans. CHRIS PIZZELLO

Rit­höf­und­ur­inn Salm­an Rus­hdie seg­ir að skáld­saga sín, Söngv­ar Satans, sem kom út árið 1988 myndi ekki vera gef­in út í dag vegna and­rúms­lofts „ótta og tauga­veiklun­ar“. Hann lét þessi orð falla í viðtali við breska rík­is­út­varpið BBC. 

Rus­hdie sagði að bannið sem hefði verið sett á bók­ina í mörg­um lönd­um ásamt líf­láts­hót­un­um hefðu skapað „hroll­vekj­andi áhrif“ á sig til lengri tíma. „Það yrði erfitt að fá að gefa út bók sem gagn­rýndi íslam á þess­ari stundu,“ sagði hann enn frem­ur.

Rus­hi­de er um þess­ar mund­ir að vinna að end­ur­minn­ing­um sín­um, sem eiga að heita Joseph Ant­on. Heitið vís­ar í upp­á­halds­rit­höf­unda Rus­hdies, þá Joseph Conrad og Ant­on Chek­hov. Í bók­inni mun hann lýsa því hvernig hann neydd­ist til þess að fara í fel­ur í kjöl­far út­gáfu Söngva Satans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka