Rottukjöt selt í London

Rottur.
Rottur. mbl.is

Rottukjöt í miklu magni er selt á mörkuðum í Austur-London. Salan er ólögleg og kjötið er ekki öruggt til manneldis. Þetta kemur fram í nýjum fréttaskýringarþætti BBC.

Með földum myndavélum náðust m.a. upptökur af því þegar kjötið er útbúið til sölu. Heimildarmenn BBC innan úr heilbrigðisráðuneytinu segja að Ridley Road-markaðurinn í  Dalston í Austur-London sé þekktur fyrir að selja ólöglegt kjöt. Seljendur neita þeim ásökunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert