Telja sig betur setta án evrunnar

AFP

Um 65% Þjóðverja telja að þau hefðu það betra í dag ef þýska markinu hefði ekki verið skipt út fyrir evruna. Hins vegar eru Frakkar mun jákvæðari í garð evrunnar en 36% Frakka sakna frankans, samkvæmt nýrri könnun sem þýska Bertelsmann-stofnunin hefur birt.

Alls töldu 49% Þjóðverja sem tóku þátt í könnuninni, sem var gerð í byrjun júlí, að þau hefðu það persónulega betra ef Evrópusambandið væri ekki til á meðan 34% Frakka voru sama sinnis.

Könnunin var einnig gerð í Póllandi en 28% Pólverja töldu að lífskjörin væru betri ef landið væri ekki í ESB.

Þrátt fyrir að Þjóðverjar hafi ekki meiri trú á því hvað evran hafi gert fyrir þá persónulega töldu 69% aðspurðra að samband eins og Evrópusambandið væri af hinu góða með hagsmuni heimsins í huga. 56% Frakka tóku undir þetta og 59% Pólverja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka