Kindur gera usla í sportvöruverslun

Þessar íslensku kindur voru ekki jafn óstýrlátar og þær austurrísku.
Þessar íslensku kindur voru ekki jafn óstýrlátar og þær austurrísku. mbl.is/Árni Torfason

Hópur sauðkinda, sem verið var að smala niður af fjalli í Austurríki, endaði inni í sportvöruverslun og gerði þar mikinn usla. Ein kindin sá spegilmynd sína í glugga við inngang Intersport-verslunarinnar í Arlsberg, í kjölfar hélt hún rakleitt þangað inn og fylgdi stór hópur sauðkinda henni eftir.

Að lokum tókst smölum sem fylgdu kindunum að koma fénu út úr versluninni en þó ekki fyrr en þær höfðu valdið töluverðum skemmdum þar. „Þær brutu nokkur sólgleraugu og skildu eftir sig töluverðan óþrifnað. Við þurftum að ráðast í mikil þrif í kjölfarið. Ég hef aldrei séð annað eins,“ segir verslunarstjóri sportvöruverslunarinnar.

Hér má sjá myndband af vettvangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert