Kindur gera usla í sportvöruverslun

Þessar íslensku kindur voru ekki jafn óstýrlátar og þær austurrísku.
Þessar íslensku kindur voru ekki jafn óstýrlátar og þær austurrísku. mbl.is/Árni Torfason

Hóp­ur sauðkinda, sem verið var að smala niður af fjalli í Aust­ur­ríki, endaði inni í sport­vöru­versl­un og gerði þar mik­inn usla. Ein kind­in sá speg­il­mynd sína í glugga við inn­gang In­ter­sport-versl­un­ar­inn­ar í Arls­berg, í kjöl­far hélt hún rak­leitt þangað inn og fylgdi stór hóp­ur sauðkinda henni eft­ir.

Að lok­um tókst smöl­um sem fylgdu kind­un­um að koma fénu út úr versl­un­inni en þó ekki fyrr en þær höfðu valdið tölu­verðum skemmd­um þar. „Þær brutu nokk­ur sólgler­augu og skildu eft­ir sig tölu­verðan óþrifnað. Við þurft­um að ráðast í mik­il þrif í kjöl­farið. Ég hef aldrei séð annað eins,“ seg­ir versl­un­ar­stjóri sport­vöru­versl­un­ar­inn­ar.

Hér má sjá mynd­band af vett­vangi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert