George Sabra, leiðtogi kristinna stjórnarandstæðinga í Sýrlandi, sagði við Benedikt XVI. páfa að það væri ógn við kristna menn þar í landi að ríkisstjórn landsins sæti áfram að völdum.
„Áframhaldandi völd Assad-stjórnarinnar eru ógn við kristna menn og múslima,“ sagði Sabra sem er talsmaður stjórnarandstöðuflokksins, Þjóðarráðs Sýrlands, á fundi í Vatíkaninu í gær.
Þar var Sabra í fylgd Abdel Bassad Sayda, leiðtoga flokksins, sem er í útlegð og áttu þeir fund með páfa. Þar þakkaði hann páfa fyrir heimsóknina til Líbanon og fyrir ráðleggingar til kristinna í Mið-Austurlöndum.
Páfi ferðaðist í síðustu viku til Líbanons í þriggja daga heimsókn þar sem hann fordæmdi bókstafstrú, kallaði eftir friði í Mið-Austurlöndum og lagði áherslu á nauðsyn þess að stöðva vopnavæðingu beggja fylkinga í borgarastríðinu í Sýrlandi.
„Tilvera kristinna er staðreynd í okkar landi, enda var upphaf kristni í heiminum þar,“ sagði í tilkynningu Þjóðárráðs Sýrlands.
„Lýðræðisfyrirkomulag, sem byltingarsinnar í Sýrlandi eru að reyna að byggja, er hin rétta trygging fyrir öruggi á réttindum allra sýrlenskra borgara,“ sagði í tilkynningunni.