Kaþólikkar í Þýskalandi fá hvorki ganga til altaris og meðtaka hið heilaga sakramenti né kirkjulega jarðarför borgi þeir ekki sérlegan skatt til kirkjunnar.
Í tilskipun biskups kaþólsku kirkjunnar í Þýskalandi segir að þeir sem ekki borgi kirkjuskattinn, sem eykur tekjuskatt þeirra um 8%, verði ekki lengur taldir til kaþólikka.
Hefur það valdið þýsku kirkjunni áhyggjum hversu margir kaþólikkar hafa sagt skilið við hana. Árið 2010 skráðu 181.000 manns sig úr henni, en skuldinni er skellt á kynferðislega misnotkun þýskra presta á sóknarbörnum sínum.
Um 30% þýsku þjóðarinnar teljast vera kaþólsk. Þeir sem skráðir eru í kirkju kaþólskra, lúterskra eða gyðingakirkjuna borga kirkjugjald sem nemur 8-9% af tekjuskatti. Kom sá skattur til á 19. öld er kirkjunni var bætt þjóðnýting eigna hennar.