Mál fötluðu stúlkunnar fyrir unglingadómstól

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Máli Rismsha Masih, 14 ára gamallar fatlaðrar pakistanskrar stúlku, sem handtekin var fyrir guðlast í ágúst síðastliðnum, verður vísað til unglingadómstóls. Þetta var ákveðið í morgun.

Lögreglan í Pakistan sagði við dómarann, sem vísaði málinu til unglingadómstóls, að stúlkan hefði ekki brotið neitt af sér og sé sem bar á hana sakir ætti fremur að koma fyrir dómstól. Sá sem það gerði, nágranni stúlkunnar, sagðist efast um að stúlkan væri fötluð.

Henni var gert að sök að hafa brennt blöð, m.a. blaðsíður úr Kóraninum, og taldist það vera móðgun við Múhameð spámann og þar með lögbrot í Pakistan. Dauðarefsing liggur við slíku broti. Hún var í fangelsi í þrjár vikur eftir handtökuna.

Fjölskylda stúlkunnar hefur óttast um líf sitt frá handtöku hennar og hafa þau verið í felum síðan þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert