Kosningar um sjálfstæði frá Spáni?

Frá Barcelona, höfuðstað Katalóníu.
Frá Barcelona, höfuðstað Katalóníu. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Leiðtogi Katalóníu-héraðs á Spáni, Artur Mas, tilkynnti í dag að haldnar yrðu sveitarstjórnarkosningar í héraðinu í nóvember í kjölfar þess að ekki náðist samkomulag við spænsku ríkisstjórnina um fjárhagslegt sjálfstæði héraðsins.

Fram kemur á fréttavefnum Euobserver.com að þetta þýði að kosningarnar munu fara fram tveimur árum fyrr en ella og er gert ráð fyrir því að litið verði á þær sem kosningar um sjálfstæði frá Spáni.

Aðdragandi málsins er óánægja íbúa Katalóníu með að þurfa að taka þátt í að takast á við efnahagserfiðleika Spánar en héraðið er sjálft mjög ríkt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert