Allsherjarverkfall í Grikklandi

Grikkir mótmæla niðurskurði og skattahækkunum í dag.
Grikkir mótmæla niðurskurði og skattahækkunum í dag. AFP

Alls­herj­ar­verk­fall hófst í Grikklandi í bítið í morg­un. All­flest verka­lýðs- og stétt­ar­fé­lög taka þátt í verk­fall­inu sem er í mót­mæla­skyni við niður­skurðaráætlan­ir stjórn­valda. Bú­ist er við því að þjóðfé­lagið verði meira eða minna lamað í dag; rösk­un verður á sam­göng­um og op­in­ber þjón­usta skerðist veru­lega.

Marg­ir kaup­menn hafa að auki ákveðið að loka versl­un­um sín­um í dag.

Þetta er þriðja alls­herj­ar­verk­fallið í land­inu á þessu ári, en það fyrsta frá því að ný sam­steypu­stjórn tók við í júní síðastliðnum.

Krafa um 11,5 millj­arða evra niður­skurð

Evr­ópu­sam­bandið og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn gera þá kröfu til Grikkja að þeir skeri niður 11,5 millj­arða evra. Að auki er þeim gert að hækka skatta  til þess að ná inn tveim­ur millj­örðum evra til viðbót­ar og verða til­lög­ur þar að lút­andi kynnt­ar á þing­inu í næsta mánuði.

Gangi Grikkj­ar að kröf­um ESB og AGS eiga þeir kost á 31,5 millj­arða evru láni sem auk AGS og ESB verður veitt af Seðlabanka Evr­ópu.

Kem­ur einna verst niður á op­in­ber­um starfs­mönn­um

Fyr­ir­hugaðar niður­skurðaraðgerðir og skatta­hækk­an­ir eru sagðar koma einna verst niður á op­in­ber­um starfs­mönn­um, sem hafa þurft að þola tekju­skerðingu upp á allt að 40% á und­an­förn­um tveim­ur árum. Að auki eru uppi fyr­ir­ætlan­ir um að hækka eft­ir­launa­ald­ur úr 65 árum í 67, en hann var síðast hækkaður fyr­ir tveim­ur árum síðan.

En þrátt fyr­ir all­ar þess­ar aðgerðir og niður­skurð, er alls óvíst hvort nóg sé að gert til að koma Grikkj­um á rétt­an kjöl. Verka­lýðsfé­lög hafa bent á að all­ur þessi niður­skurður hafi leitt til gríðarlegs at­vinnu­leys­is og efna­hags­lægðar fimmta árið í röð.

Frá mótmælum í Grikklandi.
Frá mót­mæl­um í Grikklandi. AFP
Frá mótmælum í Grikklandi.
Frá mót­mæl­um í Grikklandi. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert