Karlmaður var í morgun lagður inn á einangrunardeild sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku með einkenni sem þykja keimlík einkennum kórónaveirunnar svokölluðu. Þegar eru fimm Danir á sjúkrahúsinu í Óðinsvéum vegna gruns um að hafa smitast af veirunni.
Allt hafði fólkið nýlega verið á ferð í Mið-austurlöndum.
Kórónaveiran getur valdið alvarlegum sýkingum í öndunarfærum og er afbrigði SARS-veirunnar, sem getur verið lífshættuleg. Árin 2002 - 2003 sýktust um 8000 manns af SARS-veirunni og létust um 800 af völdum hennar.
Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa beint þeim tilmælum til íbúa landsins að þeir sem fái háan hita, hósta og einkenni í öndunarfærum eftir ferðalög til Mið-austurlanda, láti athuga heilsufar sitt.
Frétt mbl.is: Fimm á sjúkrahúsi í Óðinsvéum vegna veirusýkingar