Uppreisnarmenn vantar vopn

00:00
00:00

For­ingj­ar upp­reisn­ar­manna í Sýr­landi hafa áhyggj­ur af því að þá sé farið að skorta vopn í bar­átt­unni við stjórn­ar­her­inn. Blóðug styrj­öld hef­ur geisað í land­inu í marga mánuði og þúsund­ir óbreyttra borg­ara fallið í átök­um upp­reisn­ar­manna og hers­ins.

Í frétt AFP seg­ir að for­ingjarn­ir hafi komið sam­an til fund­ar skammt frá Al­eppo til að bera sam­an bæk­ur sín­ar. Í ljós hafi komið að skort­ur á skot­vopn­um ógni helst bar­átt­unni að þeirra mati. Vopn­in sem nú séu fyr­ir hendi rétt dugi til að halda uppi vörn­um þeirra svæða sem þegar eru á valdi upp­reisn­ar­manna.

Mest­ar áhyggj­ur hafa þeir af Al­eppo, næst­stærstu borg lands­ins, þar sem harðir bar­dag­ar hafa geisað frá því í sum­ar. Þeim finnst hægt þoka í bar­átt­unni og kenna því um að ekki séu næg vopn til að verj­ast stjórn­ar­hern­um og öðrum sem hon­um fylgja.

Þeir fara fram á það að lönd sem segj­ast styðja upp­reisn­ina út­vegi þeim vopn.

„Ég hef ekki fengið eina ein­ustu byssu­kúlu frá ein­hverj­um utan landa­mær­anna,“ seg­ir einn upp­reisn­ar­maður og á þar m.a. við að menn sem segj­ast styðja frels­is­her­inn hafi ekki staðið við stóru orðin.

Upp­reisn­ar­menn­irn­ir hafa hins veg­ar náð á sitt vald sæmi­leg­um vopna­búr­um stjórn­ar­hers­ins.

„Þið, unga fólkið, þið þekkið Face­book og netið, setjið her­ferð af stað, gerið eitt­hvað,“ seg­ir ann­ar.

Leyniskytt­ur upp­reisn­ar­manna hafa fellt nokkra í Dam­askus og Al­eppo und­an­farið. Þúsund­ir annarra óbreyttra borg­ara hafa týnt lífi og enn fleiri hafa flúið land.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert