Sendiráði Kína í Tókýó í Japan barst byssukúla í pósti í gærmorgun og undir sendinguna var skrifað nafn Yoshihikos Nodas, forsætisráðherra Japans.
Lögregla rannsakar nú sendinguna.
Mikil spenna hefur ríkt á milli ríkjanna tveggja vegna eyjaklasa í Kínahafi sem báðar þjóðir gera tilkall til, en Japanir festu kaup á þremur eyjanna fyrir skömmu.
Spennan hefur meðal annars brotist út í fjöldamótmælum og skemmdarverkum á japönskum fyrirtækjum í Kína.