Var nauðgað og er nú ákærð fyrir ósiðsemi

Mál gegn stúlku, sem lögreglumenn nauðguðu og handtóku síðan fyrir ósiðsemi, hefur vakið mikla reiði í Túnis. Nauðguninni var mótmælt í Túnis í dag. Mótmælendur beindu spjótum sínum að ríkisstjórn landsins, en Íslamistar eru við völd í Túnis.

Unnusti stúlkunnar segir að þrír lögregluþjónar hafi stöðvað bifreið þeirra í úthverfi höfuðborgarinnar, Túnis, kvöldið 3. september. Einn þeirra hafi handjárnað hann og krafist þess að fá 300 dínara, sem svarar 27 þúsund krónum. Unnustinn, Ahmed, sem er 26 ára, kveðst hafa sagt lögreglumanninum að hann væri ekki með svo mikið fé á sér og þá mun lögregluþjónninn hafa tekið allt það fé sem Ahmed hafði á sér. Á meðan tóku hinir lögreglumennirnir unnustu hans, Miriam, og fóru með hana í aftursæti bifreiðarinnar þar sem þeir nauðguðu henni. Ahmed og Miriam hafa nú verið ákærð fyrir ósiðsemi á grundvelli íslamskra sjaría-laga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka