Norskur bloggari birti teikningu af Múhameð

Norski fáninn.
Norski fáninn. mbl.is

Norskur bloggari sem er af sýrlensku bergi brotinn hefur birt teikningu af Múhameð spámanni á bloggsíðu sinni. Þetta segist hún gera til að sýna samstöðu með tjáningarfrelsinu.

Á myndinni sem bloggarinn Sarah Mats Azmeh Rasmussen birti er skeggjaður karl við hlið þriggja manna, þar af tveggja kvenna sem hylja andlit sitt með slæðu. Í texta með myndinni segir svo: „Ef þú vilt ekki láta teikna þig, spámaður, hyldu þig.“

Bloggsíða Rasmussen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert