Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi meinuðu í dag þungavigtarboxaranum fyrrverandi inngöngu í landið. Tyson er dæmdur nauðgari og samkvæmt nýsjálenskum lögum má meina þeim sem fengið hafa lengri fangelsisdóm en 5 ár inngöngu.
Tyson hafði upphaflega fengið vegabréfsáritun, þrátt fyrir andstöðu forsætisráðherra Nýja-Sjálands John Key, til að koma til landsins í nóvember til að vera viðstaddur góðgerðarviðburð. Þegar styrktaraðili góðgarðarsamtakanna, Life Education Trust, sagðist hins vegar ekkert vilja af heimsókn Tyson vita, ákváðu stjórnvöld að afturkalla vegabréfsáritunina.
Tyson var dæmdur í sex ára fangelsi árið 1992 fyrir að nauðga 18 ára gamalli stúlku. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands var frá upphafi andvígur því að hleypa boxaranum inn í landið og sagðist aldrei geta samþykkt vegabréfsáritun til manns sem sakfelldur hefði verið fyrir jafnalvarlegan glæp og kynferðisofbeldi gegn konu.