Tyrkir svara í sömu mynt

00:00
00:00

Tyrk­neski her­inn svaraði Sýr­lend­ing­um í sömu mynt og skutu yfir landa­mær­in í morg­un en Sýr­lend­ing­ar gerðu árás á Tyrk­land síðdeg­is í gær. Voru árás­irn­ar gerðar á sýr­lenska héraðið Hatay, sam­kvæmt frétt tyrk­nesku frétta­stof­unn­ar Anatolia.

Ekki er vitað um meiðsl á fólki, sam­kvæmt frétt­inni.

Árás­irn­ar voru gerðar frá bæn­um Guvecci sem er skammt frá landa­mær­um Tyrk­lands. Stjórn­ar­her Sýr­lands og her upp­reisn­ar­manna berj­ast í Hatay héraði. Fyr­ir þrem­ur dög­um gerðu Sýr­lend­ing­ar árás yfir landa­mæri Tyrk­lands og lét­ust fimm Tyrk­ir í landa­mæra­bæn­um Akckale. Í kjöl­farið hófu Tyrk­ir að skjóta yfir landa­mæri Sýr­lands og hafa Sýr­lend­ing­ar svarað í sömu mynt.

AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert