Vill kjósa um framtíð Breta í ESB

Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague og fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins.
Utanríkisráðherra Bretlands, William Hague og fyrrverandi formaður Íhaldsflokksins. AFP

Utanríksiráðherra Bretlands, William Hague, telur að Bretar eigi að fá að koma skoðunum sínum á framfæri varðandi samband Bretlands og Evrópusambandsins. Telur hann að það yrði best gert með annað hvort þjóðaratkvæðagreiðslu eða með almennum kosningum. Þetta kemur fram í viðtali við Hague í breska dagblaðinu Daily Telegraph í dag.

Hann tekur hins vegar fram að ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Frjálslyndra demókrata myndi væntanlega hafna því að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Bretar verði áfram í ESB eða ekki.

Talið er að Evrópumál verði eitt helsta viðfangsefni fundar Íhaldsflokksins sem hefst í dag. Líkur eru á að flokkurinn kynni áætlun um valdatilfærslu frá Brussel til Bretlands.

Hague tekur fram í viðtalinu að hann styðji veru Breta í ESB en segir ýmisleg vandamál tengd skriffinnsku sambandsins sem hafi áhrif á daglegt líf Breta. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert