119 fyrirtækjum bjargað frá þroti

Franska iðnaðarráðuneytið hefur komið 119 fyrirtækjum til bjargar frá því ríkisstjórn sósíalista tók við völdum í maí. Með þessu hefur verið hægt að bjarga 15 þúsund störfum, að sögn iðnaðarráðherra, Arnaud Montebourg, í sjónvarpsviðtali í dag.

Hins vegar hafi ekki tekist að bjarga 4.850 störfum á sama tíma og hagkerfi landsins er verulega skaðað.

Á þriðjudag hefur stéttarfélagið CGT boðað til verkfalls og mótmæla víða um Frakkland. Eru þetta fyrstu slíku aðgerðirnar í Frakklandi frá því François Hollande var kjörinn forseti í vor.

Starfsmenn almenningssamgangna, á heilbrigðissviði og í opinberum fyrirtækjum ætla að leggja niður vinnu og mótmælafundir hafa verið boðaðir í átta borgum, þar á meðal París. Atvinnuleysi mælist nú 10% í Frakklandi og hefur ekki verið jafn mikið frá því árið 1999.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert