11 aflífaðir í Írak í dag

Táknræn mótmæli gegn dauðarefsingum. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Táknræn mótmæli gegn dauðarefsingum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. AFP

11 karl­menn voru tekn­ir af lífi í Írak í dag, þrátt fyr­ir harða gagn­rýni á fyr­ir­ætlan­irn­ar. Þetta þýðir að dauðarefs­ing hef­ur verið lát­in fram ganga a.m.k. 113 sinn­um í Írak það sem af er þessu ári.

Menn­irn­ir sem af­lífaðir voru í dag voru 10 Írak­ar og einn Als­ír­ing­ur, að því er BBC hef­ur eft­ir dóms­málaráðuneyti Íraks. Menn­irn­ir voru all­ir sak­felld­ir fyr­ir að tengj­ast hryðju­verk­um.

Mann­rétt­inda­full­trúi Sam­einuðu þjóðanna, Navi Pillay, lýs­ir ástand­inu í dóms­mál­um Íraks sem skelfi­legu. Mik­ill vafi sé á því hvort fang­ar fái rétt­lát­ar málsmeðferðir og vís­bend­ing­ar séu um þvingaðar játn­ing­ar. 

Bar­áttu­fólk fyr­ir mann­rétt­ind­um inn­an SÞ og Evr­ópu­sam­bands­ins, auk Am­nesty In­ternati­onal, hafa gagn­rýnt mik­inn fjölda dauðarefs­inga í Írak. Eng­in dæmi eru um að fang­ar á dauðadeild séu náðaðir. 

Af­tök­ur voru aflagðar í eitt ár í Írak eft­ir fall Saddams Hus­sein árið 2003, en stjórn­völd í land­inu tóku dauðarefs­ing­una fljótt upp aft­ur og segja það nauðsyn­legt vegna fjölda skæru­liðaárása. Talið er að und­an­far­in 8 ár hafi 1.200 fang­ar verið tekn­ir af lífi í Írak.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert