Verk eftir Rotko skemmt

Loka þurfti safninu Tate Modern í London um tíma í dag þegar í ljós kom að eitt verk  listamannsins Mark Rothko hafði verið skemmt. 

Samkvæmt upplýsingum frá Tate hafði svartri málningu verið skellt á eina af myndum Rothkos úr Seagram-seríunni. 

 Seagra-verkin komu til London hinn 25. febrúar árið 1970, sama dag og Rothko framdi sjálfsvíg 66 ára að aldri. Verkin átti að sýna á Tate Modern.

Listaverk eftir Rothko var selt á 86,9 milljónir Bandaríkjadala á uppboði í New York í maí og er það hæsta verð sem fengist hefur fyrir samtímaverk.

Mark Rothko fæddist árið 1903 í Daugavpils sem þá tilheyrði Rússlandi en er í Lettlandi í dag. Hann ólst upp í Bandaríkjunum og starfaði þar en hann lést árið 1970.

Leikritið Rautt eftir John Logan um Rothko er nú sýnt í Borgarleikhúsinu. Logan er rúmlega fimmtugt leikskáld og handritshöfundur sem auk vel heppnaðra leikrita hefur samið handrit að stórmyndum eins og The Gladiator með Russel Crowe, The Aviator með Leonardo di Caprio, Rango með Johnny Depp og nýjustu James Bond-myndinni, Skyfall, segir í grein í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert