Íranar gætu smíðað kjarnavopn á nokkrum mánuðum

Aðalsamningamaður Írana í kjarnorkumálum, Saeed Jalili á blaðamannafundi.
Aðalsamningamaður Írana í kjarnorkumálum, Saeed Jalili á blaðamannafundi. AFP

Sérfræðingar í kjarnorkumálum telja að Íranar gætu auðgað nægilega mikið af úrani á næstu 2-4 mánuðum til að eiga nægt magn í kjarnorkusprengju. Það tæki þá síðan tíu mánuði til viðbótar að smíða sprengjuna sjálfa.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um ástand kjarnorkumála í Íran. Þar segir að Íranar þurfi um 25 kíló af auðguðu úrani til framleiðslu sprengjunnar.

Niðurstöðurnar eru í samræmi við aðrar skýrslur og álit. Bandarísk stjórnvöld hafa lengi haldið því fram að um leið og Íranar ákveði að smíða kjarnavopn muni það einungis taka þá nokkra mánuði. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Leon Panetta, sagði fyrir nokkrum vikum að Bandaríkin hefðu um ár til að bregðast við, ef spurnir bærust af vopnasmíði Írana.

Sjálfir harðneita Íranar öllum vangaveltum um vopnasmíð og segja kjarnorkutilraunir sínar til orkuframleiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert