Markaðsvirði makríls dregst saman

Verðmæti útflutnings Norðmanna á sjávarafurðum dróst saman um 19% í september. Fram kemur á fréttavefnum Fishupdate.com að samdráttinn megi einkum rekja til minna markaðsvirðis makríls þó einnig hafi verðmæti annarra tegunda, svo sem þorsks, minnkað.

Engin formleg skýring hefur verið veitt á þessum samdrætti en líklegt er talið að samdráttinn sé að rekja til stöðu efnahagsmála í heiminum og efnahagserfiðleika í ýmsum af þeim ríkjum í Evrópu sem Norðmenn hafa til þessa selt mikið af sjávarafurðum til.

Borið sama við september á síðasta ári var bæði makrílveiði Norðmanna og útflutningur mun minni og hefur verðmætið á milli ára dregist sama um 700 milljónir norskra króna að sögn Egils Ove Sundheim, framkvæmdastjóra markaðsupplýsinga hjá Norway Seafood.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert