Romney með 4% forskot á Obama

Frá fyrstu sjónvarpskappræðunum.
Frá fyrstu sjónvarpskappræðunum. Reuters

Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikanaflokksins, mælist með 4% forskot á Barack Obama Bandaríkjaforseta í nýrri könnun rannsóknarsetursins Pew Research Center. 49% líklegra kjósenda ætla að kjósa Romney en 45% Obama.

Þá kemur fram í könnuninni að 66% skráðra kjósenda telja að Romney hafi staðið sig betur í fyrstu umferð sjónvarpskappræðnanna en aðeins 20% að Obama hafi haft betur.

Athygli vekur að hlutfallið er enn hærra, eða 72% hjá óháðum kjósendum, á móti þeim 14% óháðra sem telja að Obama hafi staðið sig betur í kappræðunum.

Könnunin var gerð dagana 4.-7. október og var úrtakið 1.511 manns.

Niðurstöður könnunar Pew má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert