Rekin úr skóla eftir nauðgun

Indónesískri stúlku var vísað úr skóla eftir að henni var …
Indónesískri stúlku var vísað úr skóla eftir að henni var nauðgað AFP

Fjórtán ára gamalli stúlku hefur verið vísað úr skóla í Indónesíu þar sem stjórnendur skólans telja að hún hafi sett smánarblett á stofnunina eftir að henni var nauðgað, að sögn baráttumanns fyrir réttindum barna.

Arist Merdeka Sirait, stjórnarformaður samtaka sem berjast fyrir réttindum barna, segir að stúlkan, sem var nemandi í einkaskóla fyrir utan Jakarta, hafi verið rekin úr skólanum í athöfn sem fram fór í honum í gær.

Kennari tilkynnti stúlkunni að hún hefði spillt orðspori skólans og andrúmsloftið í skólanum hefði versnað eftir að henni var nauðgað. Þetta sagði kennarinn fyrir framan hundruð nemenda skólans.

Að sögn Sirait munu samtökin hafa samband við menntamálaráðherra landsins en stúlkunni hafi verið haldið af glæpahring og haldið fanginni í heila viku. Í stað þess að veita stúlkunni stuðning hafi skólayfirvöld rekið hana úr skólanum og þar með brotið á rétti hennar til menntunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert