Selja Írökum vopn fyrir 515 milljarða

Bandaríkjamenn og Rússar eru helstu vopnasalar Íraka
Bandaríkjamenn og Rússar eru helstu vopnasalar Íraka AFP

Rússar staðfestu í dag að hafa selt vopn til Íraks fyrir 4,2 milljarða Bandaríkja, 515 milljarða króna, á seinni hluta ársins. Þetta þýðir að Rússar koma næst á eftir Bandaríkjunum hvað varðar sölu vopna til Íraks.

Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Íraks, Nuri al-Maliki, og forsætisráðherra Rússlands, Dmitrís Medvedev, segir að samkomulag hafi verið undirritað varðandi vopnasölusamninginn í heimsókn viðskiptasendinefndar fyrr á árinu.

Fyrr í dag greindu rússneskir fjölmiðlar frá því að í fyrstu heimsókn Maliki til Rússlands í tæp fjögur ár yrði skrifað undir slíkt samkomulag. Nú hefur komið í ljós að töluvert er liðið frá gerð samkomulagsins.

Má þar nefna sölu á 30 Mi-28 herþyrlum og fleiri vopn. Unnið er að samkomulagi um sölu á mun meira magni vopna til Íraks bæði af hálfu Rússa og Bandaríkjamanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert