Rísandi hagkerfi í vanda

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS.
Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS. AFP

Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, segir að efnahagskreppan í heiminum hafi skaðleg áhrif á hagvöxt í rísandi hagkerfum.

Hún segir að óvissan á heimsvísu dragi úr möguleikum manna til að grípa til aðgerða til að efla hagvöxt, að því er segir á vef BBC.

Bent er á að að fyrr í þessari viku þá hafi Lagarde bent á að efnahagsbatinn í heiminum væri að dragast saman. Þá breytti AGS hagvaxtarspá sinni vegna kreppunnar, en sjóðurinn telur að vöxturinn verði minni en áður var talið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert