Evrópusambandið hlýtur friðarverðlaun Nóbels í ár, samkvæmt frétt norska ríkisútvarpsins. Valið hefur ekki verið tilkynnt af hálfu norsku Nóbelsverðlaunanefndarinnar en verður tilkynnt formlega klukkan 11 að staðartíma, níu að íslenskum tíma.